Skilmálar
1. Almennt
DF þjálfun veitir viðskiptavinum sínum þjónustu á sviði styrktarþjálfunar í formi einkaþjálfunar, fjarþjálfunar og Hybrid-þjálfunar.
Almennir skilmálar þessir gilda um alla þjónustu sem DF þjálfun veitir viðskiptamönnum sínum, nema um annað sé sérstaklega samið.
Við lítum á athugasemdalausa viðtöku viðskiptamanna okkar á þjónustu sem samþykki þeirra á skilmálunum.
2. Reikningar og Innheimta
Greiðslur fyrir þjónustu DF þjálfunar fara eftir gildandi gjaldskrá á hverjum tíma sem birt er á heimasíðu DF þjálfunar (www.dfthjalfun.is). DF þjálfun endurskoðar gjaldskrána reglulega og áskilur sér rétt til að breyta henni án sérstakrar tilkynningar og fellur þá eldri gjaldskrá úr gildi.
Viðskiptamenn DF þjálfunar greiða fyrirfram fyrir hvert tímabil þjálfunar með greiðsluseðli eða millifærslu. Eitt tímabil þjálfunar skilgreinist sem fjórar vikur og fara því greiðslur fram á fjögurra vikna fresti.
Hafi viðskiptamaður ekki greitt reikning fær hann áminningu um ógreiddan reikning. Ef reikningur er ekki greiddur eða brugðist við áminningu má viðskiptamaður búast við tafarlausri uppsögn, sbr. 4. gr.
Útgefnir reikningar DF þjálfunar eru án virðisaukaskatts þar sem veitt þjónusta er undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 5. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
3. Fjarvistir viðskiptavina o.fl.
Greiðslur fyrir þjónustu DF þjálfunar fást ekki endurgreiddar, óháð mætingu viðskiptavinar.
Ef viðskiptavinur er fjarverandi á tímabilinu, svo sem vegna veikinda, frítöku eða af öðrum ástæðum er hvorki unnt að frysta yfirstandandi tímabil, flytja tíma á milli tímabila né veita afslátt eða endurgreiðslu í heild eða að hluta. Í slíkum tilvikum getur DF þjálfun, en er ekki skylt, að koma til móts við viðskiptavini sína með því að senda þeim æfingu dagsins í smáforritið Trainerize Fitness App eða annað smáforrit sem DF þjálfun styðst við á hverjum tíma.
4. Vanefndir, vanefndarúrræði og uppsögn
Komi til vanefnda af hálfu viðskiptamanns áskilja DF þjálfun sér rétt til að segja sig frá þjálfun. Uppsögn DF þjálfunar skal almennt gerð með skriflegri tilkynningu til viðskiptamanns þar sem greint er frá ástæðum uppsagnar. Til vanefnda af hálfu viðskiptamanns teljast m.a. brot á skilmálum þessum og hvers kyns vanefnd á greiðslu reikninga.
Óski viðskiptamaður ekki lengur eftir þjónustu DF þjálfunar skal hann senda skriflega tilkynningu þess efnis með tölvupósti á netfangið daniel@dfthjalfun.is eða í gegnum samskiptaforrit.
Unnt er að segja upp þjónustunni hvenær sem er á tímabilinu og tekur uppsögnin gildi við lok yfirstandandi tímabils.
5. Ábyrgð
Með kaupum á þjónustu DF þjálfunar staðfestir viðskiptavinur að honum sé óhætt að stunda líkamsrækt og honum sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Viðskiptavinir DF þjálfunar stunda æfingar á eigin ábyrgð og firrir DF þjálfun allri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir nema það verði sannanlega rakið til stórfellds gáleysis starfsmanna DF þjálfunar.
6. Kvartanir
Hafi viðskiptamenn okkar einhverjar athugasemdir eða kvartanir varðandi þjónustuna geta þeir beint erindi til þess starfsmanns sem veitir þjónustuna eða skriflega á netfangið daniel@dfthjalfun.is. Við tökum allar ábendingar og kvartanir alvarlega og reynum að tryggja að slík erindi fái skjóta, skilvirka og sanngjarna afgreiðslu.
7. Lögsaga og varnarþing
Um skilmálana og annað það sem heyrir undir þjónustu okkar gilda íslensk lög. Ágreining sem kann að rísa milli DF þjálfunar og viðskiptamanna þess skulu aðilar leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir héraðsdómi Reykjaness.